Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Jónas Sen skrifar 25. nóvember 2024 07:03 T'onleikarnir fóru fram í Eldborg í Hörpu síðasta laugardagskvöld. Einu sinni var glæpamaður. Hann réðst á afgreiðslumann í smábúð í Bandaríkjunum þegar enginn annar var þar og heimtaði peningana í kassanum. Hann varð hins vegar fyrir vonbrigðum, því seðlarnir voru ekki margir. Þá læsti hann afgreiðslumanninn í bakherbergi, og batt hann og keflaði. Svo afgreiddi hann sjálfur til að fá meira í kassann, allt þar til lögreglan yfirbugaði hann nokkrum klukkutímum síðar. Vikulegur þáttur með Helga B Ég sagði Helga Björns þessa sögu í vikulegum þætti sem við stýrðum á Aðalstöðinni, einhvern tímann á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Þátturinn hét Astralplanið við Hallærisplanið og var eins konar innslag í miklu lengri þætti þar sem Helgi var plötusnúður. Aðalstöðin átti ekki mikla peninga, ekkert frekar en smábúðareigandinn í sögunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, var þá fjármálastjóri stöðvarinnar og hann borgaði mér í fataúttekt í Sautján. Ég man ekki betur en að það hafi verið einu launin mín fyrir þættina, sem urðu ekki sérlega langlífir. Lauk þar kynnum okkar Helga fyrir um þremur áratugum. En ég gat þó keypt mér nokkrar gallabuxur. Hið Helga B Á laugardagskvöldið hélt Helgi tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvöldið var lokahnykkur í tónleikaferð um landið þar sem hann fagnaði því að ferill hans telur nú fjörutíu ár. Eins og flestir vita var hann um tíma söngvari í Grafík og Síðan skein sól, en hefur líka gefið út sólóplötur - og er enn að. Hann kallar sig stundum Hið Helga B, sem er dálítið fyndið, því B-in þrjú í heimi klassískrar tónlistar eru Bach, Beethoven og Brahms. Tónlist Helga, bæði sú sem hann hefur sjálfur samið, sem og aðrir fyrir hann, er auðvitað engin klassík – og þó. Þetta er vissulega sígild tónlist sem, líkt og lög Stuðmanna og Bubba Morthens, er nátengd næturlífi ótalmargra Íslendinga. Svo mikil nostalgía var á tónleikunum að fólk réð ekki við sig og spratt upp og dansaði. Einn alveg tjúllaður maður á fremsta bekk söng hástöfum með. Svo fór hann í sleik við konuna sína; ég sá a.m.k. ekki betur. Óvanalega skýrmæltur Helgi er reglulega flottur söngvari. Hann er óvanalega skýrmæltur, kannski vegna þess að hann er líka leikari. Maður skildi hvert orð sem hann söng. Ríkuleg tilfinning var einnig í söng hans, sem var samt svo skemmtilega áreynslulaus. Rómantíkin sveif yfir vötnunum, flest lögin fjölluðu um ástina í einni eða annarri mynd. Lagið Tangó, sem tilheyrir Grafík og er frá árinu 1985, var t.d. sérlega ástríðuþrungið, en hinn nýi Himnasmiður var líka grípandi. Sömuleiðis var 16 fullt af ærslum, Ríðum sem fjandmenn æsandi, Ég skrifaði ljóð á kampavínstappa unaðslega fallegt; þannig mætti lengi telja. Á tónleikunum í Hörpu kom Helgi fram með prýðilegri hljómsveit. Hún var með allt á hreinu, hver tónn var á sínum stað. Hæfilega mikið var af einleiksstrófum hér og þar og heildarsvipurinn var sterkur og einbeittur. Salka Sól Eyfeld kom líka fram og var frábær, söngur hennar var dillandi og líflegur. Hljóðið á tónleikunum var jafnframt eins og best verður á kosið, þétt og mikilfenglegt, en einnig skýrt. Tónlistarklúbbur og fyllerí Ég var um árabil í litlum tónlistarklúbbi sem samanstóð af fólki mjög gáfuðu (nema mér). Við hittumst hjá einhverju okkar í mat og spiluðum tónlist af geisladiskum eða bara af netinu, og sögðum frá henni. Þannig gekk það fram eftir kvöldi. Mikið var drukkið. Venjulega byrjuðum við á einhverjum framandi, sjaldheyrðum og óvanalegum kammerverkum frá fjarlægum löndum. En þegar allir voru orðnir góðglaðir var bara spiluð tónlist Helga Björns, Stuðmanna, Gunnars Þórðarsonar og Gylfa Ægis. Stolt siglir fleyið mitt var t.d. einu sinni á dagskránni. Þannig er þessi tónlist, hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðarsál og við elskum hana öll. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar, frábær lög, flottur flutningur. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Vikulegur þáttur með Helga B Ég sagði Helga Björns þessa sögu í vikulegum þætti sem við stýrðum á Aðalstöðinni, einhvern tímann á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Þátturinn hét Astralplanið við Hallærisplanið og var eins konar innslag í miklu lengri þætti þar sem Helgi var plötusnúður. Aðalstöðin átti ekki mikla peninga, ekkert frekar en smábúðareigandinn í sögunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, var þá fjármálastjóri stöðvarinnar og hann borgaði mér í fataúttekt í Sautján. Ég man ekki betur en að það hafi verið einu launin mín fyrir þættina, sem urðu ekki sérlega langlífir. Lauk þar kynnum okkar Helga fyrir um þremur áratugum. En ég gat þó keypt mér nokkrar gallabuxur. Hið Helga B Á laugardagskvöldið hélt Helgi tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvöldið var lokahnykkur í tónleikaferð um landið þar sem hann fagnaði því að ferill hans telur nú fjörutíu ár. Eins og flestir vita var hann um tíma söngvari í Grafík og Síðan skein sól, en hefur líka gefið út sólóplötur - og er enn að. Hann kallar sig stundum Hið Helga B, sem er dálítið fyndið, því B-in þrjú í heimi klassískrar tónlistar eru Bach, Beethoven og Brahms. Tónlist Helga, bæði sú sem hann hefur sjálfur samið, sem og aðrir fyrir hann, er auðvitað engin klassík – og þó. Þetta er vissulega sígild tónlist sem, líkt og lög Stuðmanna og Bubba Morthens, er nátengd næturlífi ótalmargra Íslendinga. Svo mikil nostalgía var á tónleikunum að fólk réð ekki við sig og spratt upp og dansaði. Einn alveg tjúllaður maður á fremsta bekk söng hástöfum með. Svo fór hann í sleik við konuna sína; ég sá a.m.k. ekki betur. Óvanalega skýrmæltur Helgi er reglulega flottur söngvari. Hann er óvanalega skýrmæltur, kannski vegna þess að hann er líka leikari. Maður skildi hvert orð sem hann söng. Ríkuleg tilfinning var einnig í söng hans, sem var samt svo skemmtilega áreynslulaus. Rómantíkin sveif yfir vötnunum, flest lögin fjölluðu um ástina í einni eða annarri mynd. Lagið Tangó, sem tilheyrir Grafík og er frá árinu 1985, var t.d. sérlega ástríðuþrungið, en hinn nýi Himnasmiður var líka grípandi. Sömuleiðis var 16 fullt af ærslum, Ríðum sem fjandmenn æsandi, Ég skrifaði ljóð á kampavínstappa unaðslega fallegt; þannig mætti lengi telja. Á tónleikunum í Hörpu kom Helgi fram með prýðilegri hljómsveit. Hún var með allt á hreinu, hver tónn var á sínum stað. Hæfilega mikið var af einleiksstrófum hér og þar og heildarsvipurinn var sterkur og einbeittur. Salka Sól Eyfeld kom líka fram og var frábær, söngur hennar var dillandi og líflegur. Hljóðið á tónleikunum var jafnframt eins og best verður á kosið, þétt og mikilfenglegt, en einnig skýrt. Tónlistarklúbbur og fyllerí Ég var um árabil í litlum tónlistarklúbbi sem samanstóð af fólki mjög gáfuðu (nema mér). Við hittumst hjá einhverju okkar í mat og spiluðum tónlist af geisladiskum eða bara af netinu, og sögðum frá henni. Þannig gekk það fram eftir kvöldi. Mikið var drukkið. Venjulega byrjuðum við á einhverjum framandi, sjaldheyrðum og óvanalegum kammerverkum frá fjarlægum löndum. En þegar allir voru orðnir góðglaðir var bara spiluð tónlist Helga Björns, Stuðmanna, Gunnars Þórðarsonar og Gylfa Ægis. Stolt siglir fleyið mitt var t.d. einu sinni á dagskránni. Þannig er þessi tónlist, hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðarsál og við elskum hana öll. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar, frábær lög, flottur flutningur.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Tónlist Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira