Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Boði Logason skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stýrir leynileg valdaelíta alþjóðstofnunum á borð við ESB og SÞ á bak við tjöldin? Hulda og Eiríkur fjalla um nýju heimsskipanina í nýjasta þættinum af Skuggavaldinu. Vísir/AFP Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn. Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira