Þroskuð stúlka og treg hasarhetja 25. júní 2004 00:01 Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira