Súpa og steik 25. júní 2004 00:01 Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira