Íslenskur tuddablús 28. júní 2004 00:01 "Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira