Maðkur í genamysunni 28. júní 2004 00:01 Hamingjusöm hjón missa son sinn í hörmulegu slysi daginn eftir átta ára afmæli drengsins. Skýtur þá upp kollinum gamall kennari móðurinnar sem er einn fremsti erfðafræðispekingur samtímans. Hann býðst til að klóna soninn látna þannig að litla hamingjusama fjölskyldan geti sameinast á ný.Pabbinn tekur tilboðinu illa í fyrstu og sér ótal siðferðilega annmarka á málinu svo ekki sé talað um að slíkar tilraunir eru vitaskuld hreint og klárt lögbrot. Hjónin láta þó tilleiðast og endurheimta son sinn og allt verður voða gott. Gleðin endist þó ekki lengur en í átta ár og þegar drengurinn nær þeim aldri sem hann var á þegar frummynd hans lést verða skuggalegar persónuleikabreytingar á honum og fjölskyldunni og litla samfélaginu sem hún býr í stafar skyndilega ógn af litla ljósgeislanum.Þetta er söguþráður Godsend í stuttu máli en myndin er kynnt til leiks sem tryllir í anda Sixth Sense en ef frá eru talin nokkur skuggaleg og ókennileg atriði sleppir samanburðinum og þessi mynd nær því ekki einu sinni að vera vanskapaður klón af The Sixth Sense. Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg. Þá vekur hún engar skemmtilegar siðferðislega spurningar eða vangaveltur þó hún fjalli um einræktun manna og það er með ólíkindum að ágætis leikarar á borð við Robert de Niro, sem er þó þokkalegur í túlkun sinni á ansi gamalkunnri persónu vísindamanns sem storkar örlögunum með því að leika guð, og Greg Kinnear eru að gera í þessum ódýra trylli sem mun hræða fáa og ekki skilja neitt eftir sig. Leikstjóri: Nick Hamm Aðalhlutverk: Greg Kinnear, Rebecca Romijn-Stamos, Robert De NiroÞórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Hamingjusöm hjón missa son sinn í hörmulegu slysi daginn eftir átta ára afmæli drengsins. Skýtur þá upp kollinum gamall kennari móðurinnar sem er einn fremsti erfðafræðispekingur samtímans. Hann býðst til að klóna soninn látna þannig að litla hamingjusama fjölskyldan geti sameinast á ný.Pabbinn tekur tilboðinu illa í fyrstu og sér ótal siðferðilega annmarka á málinu svo ekki sé talað um að slíkar tilraunir eru vitaskuld hreint og klárt lögbrot. Hjónin láta þó tilleiðast og endurheimta son sinn og allt verður voða gott. Gleðin endist þó ekki lengur en í átta ár og þegar drengurinn nær þeim aldri sem hann var á þegar frummynd hans lést verða skuggalegar persónuleikabreytingar á honum og fjölskyldunni og litla samfélaginu sem hún býr í stafar skyndilega ógn af litla ljósgeislanum.Þetta er söguþráður Godsend í stuttu máli en myndin er kynnt til leiks sem tryllir í anda Sixth Sense en ef frá eru talin nokkur skuggaleg og ókennileg atriði sleppir samanburðinum og þessi mynd nær því ekki einu sinni að vera vanskapaður klón af The Sixth Sense. Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg. Þá vekur hún engar skemmtilegar siðferðislega spurningar eða vangaveltur þó hún fjalli um einræktun manna og það er með ólíkindum að ágætis leikarar á borð við Robert de Niro, sem er þó þokkalegur í túlkun sinni á ansi gamalkunnri persónu vísindamanns sem storkar örlögunum með því að leika guð, og Greg Kinnear eru að gera í þessum ódýra trylli sem mun hræða fáa og ekki skilja neitt eftir sig. Leikstjóri: Nick Hamm Aðalhlutverk: Greg Kinnear, Rebecca Romijn-Stamos, Robert De NiroÞórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira