Töffari á villigötum 28. júní 2004 00:01 Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þeir félagar David Twohy, leikstjóri, og Vin Diesel hafa greinilega látið ofmetnaðinn hlaupa með sig í gönur eftir velgegni geimhrollsins Pitch Black. Sú einfalda og ódýra mynd var ágætisskemmtun og Diesel fékk að láta ljós sitt skýna sem ofurtöffari. Það var því að sjálfsögðu hlaupið til og gert framhald en þrátt fyrir mikinn íburð og helling af milljónum dollara er The Chronicles of Riddick hvorfki fugl né fiskur. Handritið er ein sú þvældasta og flóknasta loðmulla sem komið hefur frá Hollywood í háa herrans tíð og þá er nú mikið sagt. Hringlandinn með söguþráðinn kemur í veg fyrir að nokkur spenna myndist og bardagaatriðin eru of fá og þá loksins að eithvað gerist vantar allan slagkraft í átökin. Morðingin og útlaginn Riddick kemst hér að því að hann er sá eini sem getur bjargað alheiminum frá leiðinda kynstofni sem fer um með ofbeldi og beygir alla undir morkin trúarbrögð sín. Hetjum veitir yfirleitt ekkert af heilli bíómynd til þess að redda svona málum en Riddick er samt sendur á eitthvert leiðinda flakk áður en hann snýr sér að aðal vonduköllunum og loksins þegar það kemur að uppgjörinu dæmigerða er manni orðið slétt sama um allt, maður vill bara komast út úr salnum og drífa sig út á leigu og ná í Ptich Black til að sannfæra sig um að persóna Riddicks hafi einu sinni verið töff. Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd. The Cronicles of Riddick Leikstjóri: David Twohy Aðalhlutverk: Vin Diesel, Colm Feore, Thandie Newton Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira