Eggert Kaaber gerði kjarakaup 29. júní 2004 00:01 Eggert Kaaber leikari fjárfesti í hjóli í fyrra og sér aldeilis ekki eftir því. "Ég var búinn að fá nóg af bílnum og vildi bæði koma mér í form og komast út á sumrin svo ég keypti mér Giant-hjól og tók til við að hjóla. Hjólið er bæði umhverfisvænt og svo spara ég eitthvað á því að nota bílinn minna, sérstaklega eins og bensínverðið er í dag. Ég er kannski ekki mikill hjólreiðagarpur en reyni að hjóla eitthvað tvisvar, þrisvar í viku. Hjólreiðaleiðir eru frábærar hér í Kópavoginum, hægt að komast upp í Heiðmörk og niður á smábátahöfn og svo er stutt að fara í Fossvoginn og þaðan vestur í bæ svo hjólið kemur mér í allar áttir." Eggert segir hjólreiðarnar vera fyrir alla fjölskylduna: "Hjólreiðar eru góð hreyfing, umhverfisvæn og fjölskylduvæn. Konan mín er líka búin að koma sér upp hjóli og við erum með sæti aftan á fyrir eldri strákinn. "Öryggið er að sjálfsögðu í fyrirrúmi." Fjölskyldan er með hjálma og öll öryggisatriði í lagi enda kæmist ég aldrei upp með annað þar sem sonur minn er nýbúinn að fara umferðarskólann og myndi aldrei líða neitt svindl á örggisatriðunum. Við höfum enn ekki farið á fjöll á hjólunum okkar en það kemur að því. Draumurinn er að hjóla Laugaveginn og í Þórsmörk," segir Egger Kaaber og hjólar yfir holt og hóla. Fjármál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eggert Kaaber leikari fjárfesti í hjóli í fyrra og sér aldeilis ekki eftir því. "Ég var búinn að fá nóg af bílnum og vildi bæði koma mér í form og komast út á sumrin svo ég keypti mér Giant-hjól og tók til við að hjóla. Hjólið er bæði umhverfisvænt og svo spara ég eitthvað á því að nota bílinn minna, sérstaklega eins og bensínverðið er í dag. Ég er kannski ekki mikill hjólreiðagarpur en reyni að hjóla eitthvað tvisvar, þrisvar í viku. Hjólreiðaleiðir eru frábærar hér í Kópavoginum, hægt að komast upp í Heiðmörk og niður á smábátahöfn og svo er stutt að fara í Fossvoginn og þaðan vestur í bæ svo hjólið kemur mér í allar áttir." Eggert segir hjólreiðarnar vera fyrir alla fjölskylduna: "Hjólreiðar eru góð hreyfing, umhverfisvæn og fjölskylduvæn. Konan mín er líka búin að koma sér upp hjóli og við erum með sæti aftan á fyrir eldri strákinn. "Öryggið er að sjálfsögðu í fyrirrúmi." Fjölskyldan er með hjálma og öll öryggisatriði í lagi enda kæmist ég aldrei upp með annað þar sem sonur minn er nýbúinn að fara umferðarskólann og myndi aldrei líða neitt svindl á örggisatriðunum. Við höfum enn ekki farið á fjöll á hjólunum okkar en það kemur að því. Draumurinn er að hjóla Laugaveginn og í Þórsmörk," segir Egger Kaaber og hjólar yfir holt og hóla.
Fjármál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira