Nútímastúlka á fornum slóðum 29. júní 2004 00:01 Inu Yasha: Vol. 1 Rumiko Takahashi er víst einn ástsælasti myndasöguhöfundur Japans og ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru vel skiljanlegar við lestur á ævintýrinu um púkann Inu Yasha sem er hálfur maður og hálfur hundur. Bækurnar í sögunni eru orðnar býsna margar og Takahashi gætir þess að ljúka hverri bók í slíkri spennu að óhjákvæmilegt er að stökkva beint á þá næstu. Sagan hefst á því að nútímastúlkan Kagome ferðast aftur til Japans hins forna þegar sturlungaöld geisaði og blandast strax í baráttu milli góðra og illra afla þar sem strákslegi og fláráði Inu Yasha leikur tveimur skjöldum. Kagome býr yfir miklum kröftum í þessum heimi enda bendir allt til þess að hún sé holdtekja hetjunnar Kikyo sem gerði Inu Yasha óvígan rétt áður en hún lét sjálf lífið löngu áður. Um leið og Kagome mætir til leiks vaknar Inu Yasha til lífsins og þau neyðast til að snúa bökum saman í baráttunni við hið illa. Bækurnar um Inu Yasha eru teiknaðar í manga stílnum og njóta mikillar hylli unglingsstúlkna sem eiga auðvelt með að samsama sig kvehetjunum. Þá eru persónurnar ansi ungæðislegar og nett gelgja og rómantík svífur yfir vötnum. Keyrslan á sögunni er á köflum hröð og ofbeldið grafískt og hressilegt þannig að hér er síður en svo einhver unglingabók á ferðinni og allir sem eru komnir til vits og ára og hafa gaman af japönskum myndasögum ættu að geta skemmt sér vel yfir ævintýrum Kagome og Inu Yasha. Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Inu Yasha: Vol. 1 Rumiko Takahashi er víst einn ástsælasti myndasöguhöfundur Japans og ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru vel skiljanlegar við lestur á ævintýrinu um púkann Inu Yasha sem er hálfur maður og hálfur hundur. Bækurnar í sögunni eru orðnar býsna margar og Takahashi gætir þess að ljúka hverri bók í slíkri spennu að óhjákvæmilegt er að stökkva beint á þá næstu. Sagan hefst á því að nútímastúlkan Kagome ferðast aftur til Japans hins forna þegar sturlungaöld geisaði og blandast strax í baráttu milli góðra og illra afla þar sem strákslegi og fláráði Inu Yasha leikur tveimur skjöldum. Kagome býr yfir miklum kröftum í þessum heimi enda bendir allt til þess að hún sé holdtekja hetjunnar Kikyo sem gerði Inu Yasha óvígan rétt áður en hún lét sjálf lífið löngu áður. Um leið og Kagome mætir til leiks vaknar Inu Yasha til lífsins og þau neyðast til að snúa bökum saman í baráttunni við hið illa. Bækurnar um Inu Yasha eru teiknaðar í manga stílnum og njóta mikillar hylli unglingsstúlkna sem eiga auðvelt með að samsama sig kvehetjunum. Þá eru persónurnar ansi ungæðislegar og nett gelgja og rómantík svífur yfir vötnum. Keyrslan á sögunni er á köflum hröð og ofbeldið grafískt og hressilegt þannig að hér er síður en svo einhver unglingabók á ferðinni og allir sem eru komnir til vits og ára og hafa gaman af japönskum myndasögum ættu að geta skemmt sér vel yfir ævintýrum Kagome og Inu Yasha. Þórarinn Þórarinsson
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira