Úr propsi í pólitík 8. júlí 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunnar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni. "Mitt hlutverk fólst fyrst og fremst í því að halda utan um alla búninga og leikmuni," segir Ingibjörg Sólrún, sem var á þessum tíma að velta því fyrir sér hvort hún ætti að leggja leiklist fyrir sig. "Ég var svona að spá í að gerast leikkona en ég var ekki búin að klára menntaskóla og það réði úrslitum. Í eitt ár stundaði ég kvöldnám í Leiklistarskólanum Sál meðfram menntaskólanum en svo þurfti ég að velja á milli og einhvern veginn varð menntaskólinn ofan á." Ingibjörg segir leiklistarnámið úr Sál-skólanum hafa nýst henni í starfi á margvíslegan hátt. "Í skólanum lærði ég raddbeitingu, öndun og að tjá mig fyrir framan hóp af fólki. Þessi grunnur nýtist ekki eingöngu í leikhúsi því þetta skiptir máli í öllum störfum, hvort sem það er kennsla, pólitík eða viðskipti. Stjórnmálamenn nota röddina og líkamstjáningu mjög mikið og ef þeir ætla að sannfæra einhverja um ágæti þess sem þeir hafa fram að færa, verða þeir að beita röddinni og líkamanum með þeim hætti að það skili sér." En hvað er eftirminnilegast í huga Ingibjargar Sólrúnar frá Hárinu í Glaumbæ? "Það sem kemur upp í hugann er aðallega taugaveiklunin sem var í kringum nektarsenuna," segir hún. "Það var mjög óvanalegt að fólk kæmi nakið fram í leikhúsi á þessum tíma og því var einhvern veginn alltaf stress í kringum þessa senu. Ef leikurunum fannst ljóskösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt. Svo skulfu leikararnir á beinunum fyrir hverja sýningu yfir því hvort í áhorfendasalnum væri að finna gamla frænku eða vinafólk foreldranna." En skyldi Ingibjörg sakna hippaáranna? "Það er margt sem maður saknar út af fyrir sig sem fylgdi hippaárunum en allt hefur sína kosti og galla. Þetta hæfilega kæruleysi var hollt og sjarmerandi á sinn máta. Hipparnir voru í uppreisn gegn því valdboði og þeim hraða og neyslukapphlaupi sem þá var í íslensku samfélagi og voru að brjótast undan ákveðnum kröfum um hvernig fólk ætti að haga sér og hvað því ætti að finnast. Samfélagið var miklu einsleitara þá en það er nú á dögum og uppreisnin jók svigrúm einstaklinganna til að fá að vera til á eigin forsendum. En þetta hafði líka sína galla og það voru ýmsir sem töpuðu áttum í þessu frelsi. Hippaárunum fylgdi talsverð eiturlyfjaneysla en auðvitað takmarkaðist hún við ákveðinn hóp og oft hefur mér fundist gert meira úr neyslunni en efni standa til." Ingibjörg Sólrún telur að íslenskt samfélag sé að einhverju leyti komið aftur á sama stig og fyrir 30 árum hvað varðar valdboð, hraða og neyslu í samfélaginu og því ekki ótímabært að staldra aftur við hugsjónir hippanna í Hárinu sem frumsýnt verður annað kvöld í Austurbæ. tora@frettabladid.is Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var 17 ára þegar söngleikurinn Hárið var frumsýndur hér á landi. Það var árið 1971 þegar Hárið var sett upp í Glaumbæ í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. En það sem fáir vita um af ferli stjórnmálakonunnar Ingibjargar Sólrúnar er að í Hárinu 1971 sá hún um propsið í sýningunni. "Mitt hlutverk fólst fyrst og fremst í því að halda utan um alla búninga og leikmuni," segir Ingibjörg Sólrún, sem var á þessum tíma að velta því fyrir sér hvort hún ætti að leggja leiklist fyrir sig. "Ég var svona að spá í að gerast leikkona en ég var ekki búin að klára menntaskóla og það réði úrslitum. Í eitt ár stundaði ég kvöldnám í Leiklistarskólanum Sál meðfram menntaskólanum en svo þurfti ég að velja á milli og einhvern veginn varð menntaskólinn ofan á." Ingibjörg segir leiklistarnámið úr Sál-skólanum hafa nýst henni í starfi á margvíslegan hátt. "Í skólanum lærði ég raddbeitingu, öndun og að tjá mig fyrir framan hóp af fólki. Þessi grunnur nýtist ekki eingöngu í leikhúsi því þetta skiptir máli í öllum störfum, hvort sem það er kennsla, pólitík eða viðskipti. Stjórnmálamenn nota röddina og líkamstjáningu mjög mikið og ef þeir ætla að sannfæra einhverja um ágæti þess sem þeir hafa fram að færa, verða þeir að beita röddinni og líkamanum með þeim hætti að það skili sér." En hvað er eftirminnilegast í huga Ingibjargar Sólrúnar frá Hárinu í Glaumbæ? "Það sem kemur upp í hugann er aðallega taugaveiklunin sem var í kringum nektarsenuna," segir hún. "Það var mjög óvanalegt að fólk kæmi nakið fram í leikhúsi á þessum tíma og því var einhvern veginn alltaf stress í kringum þessa senu. Ef leikurunum fannst ljóskösturunum beint of mikið í áttina að sér varð oft mikill æsingur og allir voru sammála um að senan ætti að vera mjög stutt. Svo skulfu leikararnir á beinunum fyrir hverja sýningu yfir því hvort í áhorfendasalnum væri að finna gamla frænku eða vinafólk foreldranna." En skyldi Ingibjörg sakna hippaáranna? "Það er margt sem maður saknar út af fyrir sig sem fylgdi hippaárunum en allt hefur sína kosti og galla. Þetta hæfilega kæruleysi var hollt og sjarmerandi á sinn máta. Hipparnir voru í uppreisn gegn því valdboði og þeim hraða og neyslukapphlaupi sem þá var í íslensku samfélagi og voru að brjótast undan ákveðnum kröfum um hvernig fólk ætti að haga sér og hvað því ætti að finnast. Samfélagið var miklu einsleitara þá en það er nú á dögum og uppreisnin jók svigrúm einstaklinganna til að fá að vera til á eigin forsendum. En þetta hafði líka sína galla og það voru ýmsir sem töpuðu áttum í þessu frelsi. Hippaárunum fylgdi talsverð eiturlyfjaneysla en auðvitað takmarkaðist hún við ákveðinn hóp og oft hefur mér fundist gert meira úr neyslunni en efni standa til." Ingibjörg Sólrún telur að íslenskt samfélag sé að einhverju leyti komið aftur á sama stig og fyrir 30 árum hvað varðar valdboð, hraða og neyslu í samfélaginu og því ekki ótímabært að staldra aftur við hugsjónir hippanna í Hárinu sem frumsýnt verður annað kvöld í Austurbæ. tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira