Lífið

Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár

Samúel Karl Ólason skrifar
gta

Útgáfu Grand Theft Auto 6 hefur verið frestað, aftur, og um hálft fjandans ár. Nú á leikurinn að koma út þann 19. nóvember á næsta ári en áður var útgáfudagurinn 26. maí. Upprunalega átti leikurinn, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu um árabil, að koma út á þessu ári.

Síðasti leikurinn í seríunni vinsælu, sá fimmti, kom út árið 2013 og á PlayStation 3. Hann hefur nokkrum sinnum verið endurgerður og uppfærður í gegnum árin.

Í yfirlýsingu frá Rockstar Games er beðist afsökunar á þessum töfum. Þar segir einnig að árið hálfa eigi að nota til að fínpússa leikinn betur, sem er það sama og sagt var síðast, og er fólki þakkað fyrir þolinmæðina og stuðninginn.

Það var í desember 2023 sem fyrsta stikla leiksins var birt. Nýi leikurinn gerist í Vice City, sem er GTA-útgáfa af Miami. Sú borg var síðast heimsótt í leiknum GTA: Vice City, sem kom út árið 2002.


Tengdar fréttir

Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið

Sólin lækkar sífellt meira á himni og kvöldin verða dimmari og dimmari. Myrkrið er ekki bara úti heldur einnig í hjörtum okkar. Við þessar kringumstæður er mörgum auðvelt að láta þunglyndið taka við stjórn eeen það er alger óþarfi, í rauninni bara bull.

GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi

Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.

Ný stikla úr GTA VI

Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026.

Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin

Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist.

Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6

Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.