Fastir pennar

Þetta var ótrúlega ótrúlegt!

Smári Jósepsson veltir fyrir sér því hvort íþróttaþulir séu fæddir snillingar.

Ég er svo heppinn að tilheyra vinahópi sem er mikill gagnabanki af gullmolum. Þar leynist ýmislegt sem kemst því miður ekki upp á yfirborðið og þótti mér tilvalið að setja nokkra á blað. Að mínu mati bera þar hæst háfleygir íþróttaþulir okkar íslendinga, sem eru miklir meistarar.

Iðulega, þegar ég og reyðfirskur vinur minn höldum út á körfuboltavöll, vitnum við í Einar Bollason. Gárunginn sá hefur látið fleygar setningar frá sér fara sem koma sterkar inn á góðri stundu. "Þetta var alveg ótrúlega ótrúlegt" er í miklu uppáhaldi, "Þriggja stiga gúrrva!" er önnur sterk, "Þetta var heldur betur karfa" og síðast en ekki síst "Áhorfendur rísa úr fætum og klappa fyrir leiknum".

Meistari Bollason er ekki einn um það að grípa sterkt til orða. "Guðmundur má muna sinn feful fígurri" heyrðist nýlega og "Allir leikmenn liðsins eru vel á annan metra"! sagði Valtýr Björn þegar hann lýsti aðdáun sinni á hæð leikmanna Miami Heat í NBA-deildinni.



, hvar værum við ef slíkra snillinga nyti ei við? Þegar mönnum hitnar í hamsi yfir góðum íþróttaleik þá getur greinilega, eins og svo oft er sagt, "allt gerst í beinni útsendingu".






×