Takið eftir !!! 13. október 2005 14:24 Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í. Þetta er ein af þessum sveitum þar sem orðsporið ferðast hraðar á milli landa en hljóðið. Tónleikar þeirra voru með því betra sem gerðist á hátíðinni. !!! spila frábæra blöndu af raftónlist, fönki, diskó, samba og tilraunarokki. Greina má áhrif frá Can, Bee Gees, The Rapture og James Brown. Allt mjög framúrstefnulegt en alltaf grípandi. Það er nær ómögulegt að hlusta á þetta nema dansa með. Ef þið eruð hlekkjuð við tölvu allan daginn, eins og ég með heyrnartól í vinnunni, er gott að standa stundum upp reglulega og hrista rassinn. Þess á milli stappa ég niður fótunum, vinnufélögum mínum til ama, eða slæ höfðinu í takt. Það eru ekki margar plötu sem ná að framkalla þessi áhrif hjá mér. Þetta er mjög ögrandi tónlist, og gæti líklegast blásið lífi í steingervinga sé hún nægilega hátt stillt. Söngvararnir tveir eru svo báðir mjög skemmtilegir. Annar syngur í falsettu, að hætti Gibb bræðra, en hinn er örlítið eins og flogaveikur Jim Morrisson, að minnsta kosti á sviði. Attitjútið lekur svo af textunum sem gefur tónlistinni sjálfri einhvern aukinn kraft. Hispurslaus sýn á lífið, pólitík og tilveruna, þar sem allt snýst um að finna grúvið og halda gleðskapnum gangandi. Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum ársins, !!! er bylting. !!!: Louden Up NowBirgir Örn Steinarsson Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég sá hljómsveitina !!! (sagt chk chk chk ef þið getið það) á Hróarskelduhátíðinni í ár. Rauk beint út í búð þegar ég kom til Köben og keypti mér eintak. Ég hafði heyrt mikið um þessa sveit, en aldrei í. Þetta er ein af þessum sveitum þar sem orðsporið ferðast hraðar á milli landa en hljóðið. Tónleikar þeirra voru með því betra sem gerðist á hátíðinni. !!! spila frábæra blöndu af raftónlist, fönki, diskó, samba og tilraunarokki. Greina má áhrif frá Can, Bee Gees, The Rapture og James Brown. Allt mjög framúrstefnulegt en alltaf grípandi. Það er nær ómögulegt að hlusta á þetta nema dansa með. Ef þið eruð hlekkjuð við tölvu allan daginn, eins og ég með heyrnartól í vinnunni, er gott að standa stundum upp reglulega og hrista rassinn. Þess á milli stappa ég niður fótunum, vinnufélögum mínum til ama, eða slæ höfðinu í takt. Það eru ekki margar plötu sem ná að framkalla þessi áhrif hjá mér. Þetta er mjög ögrandi tónlist, og gæti líklegast blásið lífi í steingervinga sé hún nægilega hátt stillt. Söngvararnir tveir eru svo báðir mjög skemmtilegir. Annar syngur í falsettu, að hætti Gibb bræðra, en hinn er örlítið eins og flogaveikur Jim Morrisson, að minnsta kosti á sviði. Attitjútið lekur svo af textunum sem gefur tónlistinni sjálfri einhvern aukinn kraft. Hispurslaus sýn á lífið, pólitík og tilveruna, þar sem allt snýst um að finna grúvið og halda gleðskapnum gangandi. Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum ársins, !!! er bylting. !!!: Louden Up NowBirgir Örn Steinarsson
Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira