Mikilvægt að setja markmið 13. október 2005 14:24 Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira