Má bjóða þér á hátíð? 15. júlí 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér hversu mikið er í boði í "sumargúrkunni".Þegar ég byrjaði hérna á blaðinu, stuttu fyrir jól og langt fram eftir vori, var mikið talað um að þó svo nóg væri að gerast þá og nægjanlegt efni til að fylla blaðið þá ætti ég að bíða eftir gúrkutíðinni; sumrinu þegar allir væru í fríi og ekkert væri að ske. Ef ég væri mikil áhugamanneskja um gúrkutíð, þá hefði ég líklega orðið fyrir vonbrigðum með þetta sumarið.Það er eitthvað svo mikið að gerast og þá er ég ekki bara að tala um lætin vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Hingað eru að koma alls konar erlendir tónlistarmenn, myndlistarmenn og annað gott fólk. Íslenskt listafólk virðist vera að nýta sumarið sem aldrei áður. Það er því ekki skortur á að íslenskt hugvit sé að njóta sín. Auk þessa eru landsmót hestamanna og ungmennafélaga, knattspyrnumót foreldra og barna og fjölskylduhátíðir hvar þar sem hægt er að koma fleirum en þremur tjöldum saman.Fólk á því ekki að þurfa að kvarta, að þurfa að leita til annarra landa eða jafnvel út fyrir bæjarfótinn, ekki nema til að sækja viðburði í Öxnafirði Akureyri, Hellissandi eða í Kirkjubæjarklaustur. Miðað við hvað auglýst er, og án efa er ýmislegt að gerast sem ekki er auglýst, væri hægt að fara menningarhringferð og stoppa á ólíklegustu stöðum til að njóta útivistar og hugarnæringar. Þá væri þjóðráð að elta bara sólina, hvert á land sem er og njóta þess sem fyrir verður. Það er reyndar bundið því að fólk eigi bíla, nægan tíma og bensín og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að eiga eitthvað sumarfrí eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir veltir fyrir sér hversu mikið er í boði í "sumargúrkunni".Þegar ég byrjaði hérna á blaðinu, stuttu fyrir jól og langt fram eftir vori, var mikið talað um að þó svo nóg væri að gerast þá og nægjanlegt efni til að fylla blaðið þá ætti ég að bíða eftir gúrkutíðinni; sumrinu þegar allir væru í fríi og ekkert væri að ske. Ef ég væri mikil áhugamanneskja um gúrkutíð, þá hefði ég líklega orðið fyrir vonbrigðum með þetta sumarið.Það er eitthvað svo mikið að gerast og þá er ég ekki bara að tala um lætin vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Hingað eru að koma alls konar erlendir tónlistarmenn, myndlistarmenn og annað gott fólk. Íslenskt listafólk virðist vera að nýta sumarið sem aldrei áður. Það er því ekki skortur á að íslenskt hugvit sé að njóta sín. Auk þessa eru landsmót hestamanna og ungmennafélaga, knattspyrnumót foreldra og barna og fjölskylduhátíðir hvar þar sem hægt er að koma fleirum en þremur tjöldum saman.Fólk á því ekki að þurfa að kvarta, að þurfa að leita til annarra landa eða jafnvel út fyrir bæjarfótinn, ekki nema til að sækja viðburði í Öxnafirði Akureyri, Hellissandi eða í Kirkjubæjarklaustur. Miðað við hvað auglýst er, og án efa er ýmislegt að gerast sem ekki er auglýst, væri hægt að fara menningarhringferð og stoppa á ólíklegustu stöðum til að njóta útivistar og hugarnæringar. Þá væri þjóðráð að elta bara sólina, hvert á land sem er og njóta þess sem fyrir verður. Það er reyndar bundið því að fólk eigi bíla, nægan tíma og bensín og síðast en ekki síst er nauðsynlegt að eiga eitthvað sumarfrí eftir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun