Stuð milli stríða 23. júlí 2004 00:01 Við erum ótrúlega vanaföst þjóð. Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Hér á landi eru margar afbragðs staðsetningar til þess að halda tónleikahátíðir. Við erum tónelsk þjóð og höfum í gegnum árin nýtt Galtalæk, Vestmannaeyjar, Skagaströnd, Neskaupstað, Eldborg, Atlavík, Húnaver, Kirkjubæjarklaustur og jafnvel Akureyrarbæ undir misglæsilegar hátíðir sem er ekki hægt að líkja við neitt annað en tónleikahátíðir út í hinum stóra heimi. En af hverju, í ósköpunum, eru allar þessar hátíðir haldnar um sömu helgina? Og afhverju er nánast sömu hljómsveitirnar að spila á þeim öllum? Ég veit að upprunalega ástæðan er sú að helgin er einum degi lengri og því kjörið að flýja mölina og deyja víndauða í guðs grænni náttúrunni í staðinn. En staðreyndin er að fólk gerir þetta nánast um hverja helgi. Þó að upprunalega ástæðan fyrir útihátíðunum hafi verið þessi aukafrídagur, er meginástæðan fyrir þessum gífurlega fólksflótta úr borginni það sem er að gerast í sveitinni. Ef hátíðirnar væru hver sína helgina, myndi umferðin dreifast á milli þeirra. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá keppast erlendir tónlistarmenn um að koma hingað og spila. Hvað er því til fyrirstöðu að halda "útihátíð" einhverstaðar í júlí, þar sem aðalnúmerin hvert kvöld er vinsæll erlendur tónlistarmaður? Þetta hefur bara verið prófað einu sinni hér, á Uxa, Kirkjubæjarklaustri árið 1995. Þá auðvitað um Verslunarmannahelgina, þegar vanafastir Íslendingar vilja frekar reyna falsa stemningu ársins á undan með því að syngja um kartöflugarða með dæmdum glæpamönnum. Þið eruð undarleg þjóð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun
Við erum ótrúlega vanaföst þjóð. Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Hér á landi eru margar afbragðs staðsetningar til þess að halda tónleikahátíðir. Við erum tónelsk þjóð og höfum í gegnum árin nýtt Galtalæk, Vestmannaeyjar, Skagaströnd, Neskaupstað, Eldborg, Atlavík, Húnaver, Kirkjubæjarklaustur og jafnvel Akureyrarbæ undir misglæsilegar hátíðir sem er ekki hægt að líkja við neitt annað en tónleikahátíðir út í hinum stóra heimi. En af hverju, í ósköpunum, eru allar þessar hátíðir haldnar um sömu helgina? Og afhverju er nánast sömu hljómsveitirnar að spila á þeim öllum? Ég veit að upprunalega ástæðan er sú að helgin er einum degi lengri og því kjörið að flýja mölina og deyja víndauða í guðs grænni náttúrunni í staðinn. En staðreyndin er að fólk gerir þetta nánast um hverja helgi. Þó að upprunalega ástæðan fyrir útihátíðunum hafi verið þessi aukafrídagur, er meginástæðan fyrir þessum gífurlega fólksflótta úr borginni það sem er að gerast í sveitinni. Ef hátíðirnar væru hver sína helgina, myndi umferðin dreifast á milli þeirra. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá keppast erlendir tónlistarmenn um að koma hingað og spila. Hvað er því til fyrirstöðu að halda "útihátíð" einhverstaðar í júlí, þar sem aðalnúmerin hvert kvöld er vinsæll erlendur tónlistarmaður? Þetta hefur bara verið prófað einu sinni hér, á Uxa, Kirkjubæjarklaustri árið 1995. Þá auðvitað um Verslunarmannahelgina, þegar vanafastir Íslendingar vilja frekar reyna falsa stemningu ársins á undan með því að syngja um kartöflugarða með dæmdum glæpamönnum. Þið eruð undarleg þjóð!