Menning

Bandarískur dansari með námskeið

"Þetta er hugsað fyrir atvinnudansara og þá sem eru að læra dans," segir Steinunn Ketilsdóttir en hún stendur fyrir dansnámskeiði í Kramhúsinu 9.-13. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Guitierrez kennir í fyrsta sinn á Íslandi. "Ég stunda sjálf nám við Hunter College í New York og Miguel Gutierrez var gestakennari við skólann hjá mér í vetur. Þannig kynntist ég honum og finnst hann frábær kennari. Hann er mjög návkæmur, nær vel til allra og er með skemmtilegar hugmyndir um dans og um það hvert nútímadans stefnir. Gutierrez hefur farið nýjar leiðir í sinni sköpun og er nú staddur í Japan en hann kennir dans víða um heim og hafði áhuga á að koma til Íslands og kynnast því sem er að gerast hér." Steinunn segir margt að gerast í nútímadansi hérlendis. "Það er fullt af fólki að gera áhugaverða hluti hér heima. Reykjavík dansfestival er núna í haust og svo er komin hefð fyrir dansleikhúskeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur. Svo er fullt af fólk í leiklistarheiminum að dansa eins og við sjáum til dæmis núna í Hárinu og Fame." Þeir sem hafa áhuga á að kynnast nútímadansi nánar og hafa jafnvel áhuga á að skapa dansana sína sjálfir ættu ekki að láta námskeiðið með Miguel Guitierrez fram hjá sér fara. Hann kennir i Kramhúsinu bæði danssmíði (kóreógrafía) og tæknitíma (módern) en hægt er að sækja ýmist hálft eða heilt námskeið. Nánari upplýsingar og skráning er á tölvupóstfanginu sk_dans@hotmail.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.