Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira