Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur. Innlent 19.9.2025 12:09
Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Innlent 19.9.2025 10:30
Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. Innlent 18.9.2025 15:41
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12. september 2025 16:29
Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka til meðferðar mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að svipta ellefu ára son sinn lífi í janúar í fyrra. Innlent 12. september 2025 10:42
Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Innlent 12. september 2025 08:40
Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Innlent 11. september 2025 06:00
Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Innlent 10. september 2025 12:02
Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu. Innlent 10. september 2025 11:35
Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. Innlent 10. september 2025 07:56
Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir. Innlent 9. september 2025 10:44
Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. Innlent 9. september 2025 10:29
Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Innlent 8. september 2025 13:51
Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga ólögráða stúlku og útbúa af því myndband. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 6. september 2025 17:58
Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 5. september 2025 15:24
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5. september 2025 11:44
Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. Innlent 4. september 2025 19:28
Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Héraðsdómur Vesturlands hefur kvatt mann til að koma fyrir dóm til að hlýða á ákæru fyrir líkamsárás sem hann framdi árið 2023, þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann er búsettur á ótilgreindum stað í Evrópu. Innlent 4. september 2025 15:00
Geti reynst ógn við öryggi allra barna Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Innlent 1. september 2025 21:00
Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. Innlent 1. september 2025 16:16
Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Innlent 1. september 2025 11:41
Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1. september 2025 10:40
„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Erlent 1. september 2025 09:18
Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Innlent 29. ágúst 2025 15:52