Vítishringur vinnualkans 26. júlí 2004 00:01 Helvíti eins og það birtist í Vítisljóðum Dantes er sniðugur staður. Það gengur niður á við í spíral og á botninum situr Djöfullinn sjálfur en syndugar sálirnar kveljast í vítishringjunum fyrir ofan hinn illa. Þetta Víti minnir helst á opinbert apparat í deildarskiptingu sinni þar sem syndararnir eru flokkaðir eftir því hvað þeir gerðu af sér í lifanda lífi og er síðan fundinn staður í tilteknum hring þar sem þeir taka út píslir sem ríma við afbrot þeirra í jarðlífinu. Hefði Dante gert ráð fyrir sérstökum hring fyrir vinnualka héti hann eflaust "sumarfrí". Þegar vinnualkinn fer í frí er stoðunum kippt undan tilveru hans. Hann verður eins og segir í ljóðinu, líkastur hundi sem á ekki bein eða leikara sem finnur sig ekki í rulluni. Göturnar eru mældar fram og aftur, sígaretturnar fuðra upp og kaffið flæðir í lítratali á hverjum degi. Jörðin heldur áfram að snúast á fullri ferð. Lífið gengur sinn vanagang en vinnualkinn stendur í stað. Frosinn, útlægur vegna þess að hann kann ekki að slappa af. Fíklar eru býsna lunknir við að redda sér því sem þeir þarfnast og þannig er fræg sagan af hasshausnum sem átti aldrei fyrir strætó en gat alltaf skrapað saman fyrir köggli. Vinnualkanum eru hins vegar allar bjargir bannaðar og honum líður eins og kynóðum geldingi í kvennabúri soldánsins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað læknadópari gerir ef hann fær lykla að lyfjabúri eða fyllibytta með fulla vasa fjár gerir á barnum. Það þarf svo sem heldur ekki að fjölyrða um hvað vinnualkinn gerir í sumarfríinu. Hann bíður, telur dagana, engist um í fullkomnu tilgangsleysi og berst við að halda sönsum. Held að það sem hann er að glíma við sé kallað fráhvörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun
Helvíti eins og það birtist í Vítisljóðum Dantes er sniðugur staður. Það gengur niður á við í spíral og á botninum situr Djöfullinn sjálfur en syndugar sálirnar kveljast í vítishringjunum fyrir ofan hinn illa. Þetta Víti minnir helst á opinbert apparat í deildarskiptingu sinni þar sem syndararnir eru flokkaðir eftir því hvað þeir gerðu af sér í lifanda lífi og er síðan fundinn staður í tilteknum hring þar sem þeir taka út píslir sem ríma við afbrot þeirra í jarðlífinu. Hefði Dante gert ráð fyrir sérstökum hring fyrir vinnualka héti hann eflaust "sumarfrí". Þegar vinnualkinn fer í frí er stoðunum kippt undan tilveru hans. Hann verður eins og segir í ljóðinu, líkastur hundi sem á ekki bein eða leikara sem finnur sig ekki í rulluni. Göturnar eru mældar fram og aftur, sígaretturnar fuðra upp og kaffið flæðir í lítratali á hverjum degi. Jörðin heldur áfram að snúast á fullri ferð. Lífið gengur sinn vanagang en vinnualkinn stendur í stað. Frosinn, útlægur vegna þess að hann kann ekki að slappa af. Fíklar eru býsna lunknir við að redda sér því sem þeir þarfnast og þannig er fræg sagan af hasshausnum sem átti aldrei fyrir strætó en gat alltaf skrapað saman fyrir köggli. Vinnualkanum eru hins vegar allar bjargir bannaðar og honum líður eins og kynóðum geldingi í kvennabúri soldánsins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað læknadópari gerir ef hann fær lykla að lyfjabúri eða fyllibytta með fulla vasa fjár gerir á barnum. Það þarf svo sem heldur ekki að fjölyrða um hvað vinnualkinn gerir í sumarfríinu. Hann bíður, telur dagana, engist um í fullkomnu tilgangsleysi og berst við að halda sönsum. Held að það sem hann er að glíma við sé kallað fráhvörf.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun