Leikir eru frískandi 27. júlí 2004 00:01 "Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira