Ekki áfellisdómur yfir nefndinni 27. júlí 2004 00:01 Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira