Stuðið kostar sitt 28. júlí 2004 00:01 Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað. Hvort sem leiðin liggur á útihátíð eða bara í tjaldútilegu í frekar miklum rólegheitum þá er næsta víst að allir verða að taka upp veskið. Það þarf að kaupa bensín á bílinn eða reiða fram rútu- eða flugfargjald. Tjaldstæði eru víðast hvar á 700-750 krónur fyrir manninn hverja nótt þó hitt sé til að boðið sé upp á ókeypis tjaldstæði, þannig er það til dæmis á Neskaupstað. Á einstaka stað er tekin greiðsla fyrir hvert tjald, óháð mannfjölda í þeim. Það gildir til dæmis um Úthlíð í Biskupstungum. Þar kostar 1000 kall fyrir tjaldið pr. nótt. Nesti eða eitthvað að borða og drekka er óhjákvæmilegur útgjaldaliður. Við könnuðum lítillega hvað það kostar einstakling að fara á þjóðhátíð í Eyjum og hinsvegar hvað par sem fer í tjaldútilegu til Akureyrar þarf að hafa handa á milli. Neyslan er auðvitað alltaf einstaklingsbundin og hér er um ágiskanir að ræða í þeim efnum. Fargjöld og aðgangseyrir voru hinsvegar könnuð og hér er ekki reiknað með að kaupa þurfi tjöld eða annan viðleguútbúnað. Einstaklingur til Eyja: Fargjald BSÍ - Þorlákshöfn, fram og til baka 1.900 Fargjald með Herjólfi fram og til baka 3.400 Miði inn á þjóðhátíðina 8.800 Kassi af bjór 5.000 Nesti 3.000 Sjoppufæði á staðnum 5.000 Pizza og kók 2.000 Alls 29.100 Par á leið til Akureyrar: Bensín á bílinn 10.000 Tjaldstæði í þrjár nætur 4.200 1 og 1/2 kassi bjór 7.500 1 flaska áfengi 4.000 Nesti 5.000 Matur á staðnum 15.000 Inn á böll 6.000 Barinn 2.500 Alls 54.200 Fjármál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað. Hvort sem leiðin liggur á útihátíð eða bara í tjaldútilegu í frekar miklum rólegheitum þá er næsta víst að allir verða að taka upp veskið. Það þarf að kaupa bensín á bílinn eða reiða fram rútu- eða flugfargjald. Tjaldstæði eru víðast hvar á 700-750 krónur fyrir manninn hverja nótt þó hitt sé til að boðið sé upp á ókeypis tjaldstæði, þannig er það til dæmis á Neskaupstað. Á einstaka stað er tekin greiðsla fyrir hvert tjald, óháð mannfjölda í þeim. Það gildir til dæmis um Úthlíð í Biskupstungum. Þar kostar 1000 kall fyrir tjaldið pr. nótt. Nesti eða eitthvað að borða og drekka er óhjákvæmilegur útgjaldaliður. Við könnuðum lítillega hvað það kostar einstakling að fara á þjóðhátíð í Eyjum og hinsvegar hvað par sem fer í tjaldútilegu til Akureyrar þarf að hafa handa á milli. Neyslan er auðvitað alltaf einstaklingsbundin og hér er um ágiskanir að ræða í þeim efnum. Fargjöld og aðgangseyrir voru hinsvegar könnuð og hér er ekki reiknað með að kaupa þurfi tjöld eða annan viðleguútbúnað. Einstaklingur til Eyja: Fargjald BSÍ - Þorlákshöfn, fram og til baka 1.900 Fargjald með Herjólfi fram og til baka 3.400 Miði inn á þjóðhátíðina 8.800 Kassi af bjór 5.000 Nesti 3.000 Sjoppufæði á staðnum 5.000 Pizza og kók 2.000 Alls 29.100 Par á leið til Akureyrar: Bensín á bílinn 10.000 Tjaldstæði í þrjár nætur 4.200 1 og 1/2 kassi bjór 7.500 1 flaska áfengi 4.000 Nesti 5.000 Matur á staðnum 15.000 Inn á böll 6.000 Barinn 2.500 Alls 54.200
Fjármál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira