Ofbeldi er ekki árstíðarbundið 29. júlí 2004 00:01 Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí." Lífið Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí."
Lífið Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira