Dregið í bikarnum hjá konunum 6. ágúst 2004 00:01 Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum