Karlmenn eyða meira en konur 24. ágúst 2004 00:01 Karlmenn eyða tvisvar sinnum meira en konur í mat og drykk í gæsapartíum og steggjapartíum. Þetta kemur fram í könnun sem fjármálaráðgjafafyrirtækið Morgan Stanley gerði meðal tvö þúsund einstaklinga. Karlmenn eyða að meðaltali um 14.500 íslenskum krónum en konur um átta þúsund krónum. Sífellt algengara verður að fólk framlengi steggjakvöld og gæsakvöld úr einni kvöldstund, sem kostar að meðaltali um tíu þúsund krónur, í heila helgi sem gæti kostað um 47.000 krónur á mann. Talið er að 3,3 milljónir Breta muni bregða út af vananum og fagna þessu síðasta kvöldi sem óbundinn einstaklingur með því að ferðast til útlanda eða búa til sérmerkta boli. Þriðjungur þessara frelsisunnenda eru á þrítugsaldri. Eldri Bretar eru þó líka virkir og eru einn af hverjum tíu veislugestum á sextugsaldri. Morgan Stanley gerði könnun á því hvar bjórinn er ódýrastur þar sem margar steggjanir og gæsanir fara fram erlendis nú til dags. Prag er á toppnum yfir ódýrasta bjórinn þegar hún er borin saman við aðra vinsæla viðkomustaði eins og Amsterdam, Barcelona og Búdapest. Í Prag kostar hálfur lítri af bjór um sextíu krónur og vínglas 93 krónur. Í Amsterdam eru veigarnar dýrastar en þar kostar bjórinn um 320 krónur og vínglasið um 200 krónur. Fjármál Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Karlmenn eyða tvisvar sinnum meira en konur í mat og drykk í gæsapartíum og steggjapartíum. Þetta kemur fram í könnun sem fjármálaráðgjafafyrirtækið Morgan Stanley gerði meðal tvö þúsund einstaklinga. Karlmenn eyða að meðaltali um 14.500 íslenskum krónum en konur um átta þúsund krónum. Sífellt algengara verður að fólk framlengi steggjakvöld og gæsakvöld úr einni kvöldstund, sem kostar að meðaltali um tíu þúsund krónur, í heila helgi sem gæti kostað um 47.000 krónur á mann. Talið er að 3,3 milljónir Breta muni bregða út af vananum og fagna þessu síðasta kvöldi sem óbundinn einstaklingur með því að ferðast til útlanda eða búa til sérmerkta boli. Þriðjungur þessara frelsisunnenda eru á þrítugsaldri. Eldri Bretar eru þó líka virkir og eru einn af hverjum tíu veislugestum á sextugsaldri. Morgan Stanley gerði könnun á því hvar bjórinn er ódýrastur þar sem margar steggjanir og gæsanir fara fram erlendis nú til dags. Prag er á toppnum yfir ódýrasta bjórinn þegar hún er borin saman við aðra vinsæla viðkomustaði eins og Amsterdam, Barcelona og Búdapest. Í Prag kostar hálfur lítri af bjór um sextíu krónur og vínglas 93 krónur. Í Amsterdam eru veigarnar dýrastar en þar kostar bjórinn um 320 krónur og vínglasið um 200 krónur.
Fjármál Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira