Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli." Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli."
Atvinna Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“