Dansinn er góð líkamsrækt 30. ágúst 2004 00:01 Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið." Heilsa Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið."
Heilsa Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira