Ungt fólk lifir um efni fram 1. september 2004 00:01 Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja." Fjármál Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja."
Fjármál Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira