Lét æskudrauminn rætast 3. september 2004 00:01 Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum. Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum.
Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira