Erlent

Christer Petterson látinn

Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður. Hann var síðar sama ár sýknaður í Hæstarétti, þrátt fyrir að ekkja Palmes hafi borið kennsl á hann sem morðingja eiginmanns hennar. Hann hefur æ síðan verið efstur á lista sænsku lögreglunnar yfir þá sem hún grunar um morðið. Petterson var áfengis- og eiturlyfjasjúklingur til margra ára. Hann var lagður meðvitundarlaus inn á sjúkrahús fyrir tveimur vikum. Læknar segja banamein hans vera heilablæðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×