Innlent

Vestfirðingar sviptir áhrifum

Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins í Bolungarvík, segir að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi svipt Vestfirðinga eina talsmanninum sem þeir hafi átt í þingliðinu. "Þetta er afar ólýðræðislegt. Með því að svipta Kristin völdum hefur þingflokkurinn dregið úr áhrifum fólksins sem kaus flokkinn hér á Vestfjörðum. Hann hefur verið ófeiminn við að tala okkar máli þó að það hafi ekki hlotið hljómgrunn í þingflokknum." Sveinn segir að samskiptavandamál innan þingflokksins hafi menn átt að leysa á einhvern hátt því þótt Kristinn sé harður í horn að taka sé hann ekki ósanngjarn, ósvífinn eða illa gerður. Sveinn segist líta svo á að verið sé að vara fleiri en Kristin við og nú viti menn að þeim verði refsað sem þori að láta skoðun sína í ljós. Hann segir að forysta Framsóknarflokksins hafi fjarlægst Vestfirðinga undanfarið. "Hún hefur ekki sést hér undanfarið til að hitta grasrótina í flokknum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×