Algjör trúnaðarbrestur 29. september 2004 00:01 Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson var formaður iðnaðarnefndar Alþingis og varaformaður þriggja nefnda, efnahags- og viðskiptanefndar, sjávarútvegsnefndar og samgöngunefndar. Hann var því í lykilhlutverki fyrir stjórnarmeirihlutann í fjórum þingnefndum. Kristinn settist upphaflega á þing fyrir Alþýðubandalagið árið 1991. Sjö árum síðar, árið 1998, sagði hann skilið við Alþýðubandalagið og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Í gærkvöldi ákvað þingflokkur Framsóknarflokksins að hann yrði ekki í neinni þingnefnd fyrir hönd flokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfram að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Kristinn hefur hins vegar lent upp á kant við flokksforystuna í ýmsum málum í gegnum tíðina og er þar frægast fjölmiðlafrumvarpið síðastliðið vor. Engu að síður segir Kristinn niðurstöðuna í gær hafa komið sér á óvart. Við formennsku í iðnaðarnefnd Alþingis tekur Birkir Jón Jónsson en hann er 25 ára gamall. Birkir verður jafnframt varaformaður sjávarútvegsnefndar. Dagný Jónsdóttir fær sömuleiðis lykilhlutverk í þingnefndum en hún verður varaformaður bæði efnahags- og viðskiptanefndar og menntamálanefndar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira