6,1 milljarðs halli á ríkissjóði 30. september 2004 00:01 6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira
6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira