Hallar undan fæti í lýðræðisumræðu 30. september 2004 00:01 "Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
"Upp á síðkastið hefur hallað undan fæti varðandi lýðræðislega umræðu og frjáls skoðanaskipti í Framsóknarflokknum. Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar Pálsson, sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg. "Það er mikill hiti í mönnum vegna þessa. Kristinn er eini talsmaður stórs hluta almennra flokksmanna. Öll umræða og frjáls skoðanaskipti eru forsenda og grundvöllur þess lýðræðis sem við teljum okkur búa við. Það er óhæft að flokkur í ríkisstjórn ætli að kæfa niður alla umræðu," segir Einar. "Ég hef verulegar áhyggjur af því ef þetta eru skilaboðin sem þingflokkurinn er að senda sveitarstjórnarmönnum Framsóknarflokksins um allt landi. Er þetta dagskipunin, að nú eigum við að hreinsa úr öllum ráðum og nefndum þá sem eru ekki sammála flokksforystunni?" spyr Einar. "Þetta hefur ekki verið hugsað til enda. Eigum við bara að henda mönnum á dyr?" spyr hann jafnframt. Einar segist hafa orðið var við verulegar áhyggjur meðal flokksmanna. Hann bendir á að til að mynda hafi Íraksmálið ekki verið rætt innan flokksins, heldur hafi einungis verið tilkynnt um ákvörðunina eftir að hún hafi verið tekin. "Ég lít þannig á, að nema annað komi fram og kalla ég eftir svörum frá þingmönnum Framsóknarflokksins um þetta, eigum við að gera eins og Stalín gamli? Er þetta það lýðræði sem menn eru að kalla eftir?" spyr hann. Hann segir að það sé alvarlegt mál ef það sé orðin viðtekin venja að allir sem hafa einhverja skoðun verði teknir úr sambandi. "Það verður einungis ein lína, flokkslínan, sem kemur bara frá einum eða tveimur mönnum. Þá er engin þörf fyrir landsfund. Það þarf bara senda tilkynningar og láta vita hvaða ákvörðunum á að fylgja," segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira