Ég fór ekki til Afganistan 1. október 2004 00:01 Birtist í DV 17. september 2004 Fyrir meira en fimmtán árum var ég í blaðamannaskóla í París. Þetta var alþjóðlegur skóli, nemendurnir voru frá einum tuttugu löndum. Ég var náttúrlega mesti útkjálkamaðurinn, það erum við Íslendingar næstum alltaf. Þetta var fyrir tíma Bjarkar. Ég eyddi drjúgum hluta vetrarins í að útskýra hverjir og hvernig Íslendingar væru, en mætti mestanpart því velviljaða áhugaleysi sem Íslendingar þekkja vel í samskiptum sínum við stærri þjóðir. Svo var skólinn búinn eitt vorið og nemendurnir tvístruðust út um allar jarðir. Ég hugleiddi stutta hríð að setjast að í París og reyna fyrir mér sem blaðamaður á frönsku eða ensku. Ljósmyndari sem ég hitti bauð mér meira að segja að koma með sér til Afganistan þar sem geisaði stórstyrjöld. Ég hugsaði mig aðeins um, en svo brást mér kjarkur og fór bara heim. Síðan hef ég mestanpart verið hér, þótt hún ágerist reyndar hjá mér sú tilfinning að ég eigi ekkert sérstaklega mikið heima hérna. Stundum hef ég fengið fréttir af félögum mínum sem voru með mér í blaðamannaskólanum. Þeir hafa margir hverjir lifað ævintýraríku lífi um víða veröld. Þeir hafa verið fréttamenn í Vietnam, Hong Kong, Kína og inni í svörtustu Afríku. Sumir reyndar bara í London, París eða New York. Ég þarf ekki að taka fram að þetta fólk átti flest tungumál sem er talað út um allar jarðir; stundum er einmanalegt að vera af málsvæði þar sem eru ekki nema 270 þúsund hræður. Einn besti vinur minn í skólanum, tilfinninganæmur Japani, starfar hjá blaði sem er gefið út í ellefu milljón eintökum á hverjum degi. Sjálfur vann ég nokkuð lengi á Alþýðublaðinu. Þar voru 600 áskrifendur, en þegar var farið að rýna í áskrifendaskrána kom í ljós að þriðjungur þeirra var dáinn. Eftir þetta hef ég stundum fundið sárlega til þess hversu mikil prísund íslenskan er - sama hvað menn tala mikið um hvað þetta sé merkileg og sögufrægt tungumál. Það er ekkert grín að geta ekki gert sig skiljanlegan á móðurmáli sínu nema við svona takmarkaðan fjölda. Það er ansi mikil innilokun. Vilji maður starfa við fag eins og mitt, blaða- og fréttamennsku, á maður um tvennt að velja: Maður getur lagt á sig erfiði við að læra erlent tungumál svo vel að maður eigi möguleika á að starfa úti í heimi eða maður getur reynt að sætta sig við íslenskuna og allar takmarkanirnar sem eru á fjölmiðlun hérna: fámennið, þröngsýnt staglið, furðulega lítinn áhuga á því sem gerist úti í hinum stóra heimi, þessi hrikalega lélegu laun, útbruna um miðjan aldur, fiskveiðiþvargið. Svo getur maður auðvitað hætt og farið að gera eitthvað allt annað þar sem tungumálið skiptir ekki svona miklu málið. Fæstir ná þó að verða læknar, kjarneðlisfræðingar eða tónlistarmenn eftir miðjan aldur. Það er líklegra að maður dagi uppi. Það er iðulega talað um íslenskuna sem mikið afrek í sjálfu sér, dýrmætasta fjársjóð þjóðarinnar, fjöreggið. Ég veit ekki, kannski eru öll tungumál afrek, svona þannig séð. Sjálfum finnst mér voða erfitt að vera stoltur af tungumáli; þetta er nokkuð sem við völdum ekki sjálf, það er frekar eitthvað sem valdi okkur, vöggugjöf sem við sitjum uppi með og getum ekki skipt úti í búð. Stundum fer afskaplega mikið í taugarnar á mér hversu illa íslenskan tekur við erlendum orðum; það er eins og hún skyrpi þeim út úr sér. Menn eru líka sífellt á vaktinni við að búa til alls kyns íslensk orðskrípi sem eiga að vera þýðingar á erlendum hugtökum. En það gæti svo sem verið verra, ég geri mér grein fyrir því. Annar móðurbróðir minn þýddi Nýja Testamentið á afríkumál þar sem var ekki einu sinni til orð yfir múrvegg; á slíku tungumáli er mjög erfitt að skýra út fyrirbæri eins og musterið í Jerúsalem - sem þó er ævafornt. Svoleiðis tungumál sníður þeim sem það nota býsna þröngan stakk. Stundum tala menn líka um mikilvægi þess að halda lífinu í tungumálum sem eru að deyja út. Við þetta starfa alþjóðlegar nefndir - gott ef okkar ágæti fyrrverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, tekur ekki þátt í slíku starfi. Eitt af þessum tungumálum er írskan. Eftir að hafa dvalið talsvert á Írlandi þegar ég var ungur maður held ég að það sé glataður málstaður, tilgangslaus og þjóðrembulegur. En það mætti jafnvel hugsa sér að ganga enn lengra. Miklu eldra mál á Bretlandseyjum er péttneska sem töluð var í Skotlandi til forna. Það er reyndar fjarska lítið varðveitt af henni, helst, skilst mér, nokkur orð sem þýða næla. En ef menn vilja endurvekja péttneskuna, mætti semsagt hafa á henni býsna líflegan umræðuþátt um nælur. Hér á landi eigum við nóg af orðum um snjó - þó hann sé reyndar að hverfa - og líka gnægð orða til að geta tekist harkalega á í umræðum um fiskveiðar - hversu áhugavert sem mönnum finnst það. Ímyndið ykkur 280 þúsund manna þjóð, ekki svo ólíka Íslendingum, sem lifir á svínarækt. Þriðja hver frétt í fjölmiðlunum fjallar um svínaræktina, en í marga áratugi hafa geisað harðar deilur í samfélaginu um hvaða kerfi sé best til að stjórna svínabúskapnum. Vegna sérstöðu svínanna á þjóðin ekki samleið með öðrum ríkjum í alþjóðlegu samstarfi. Deilurnar blossa upp aftur og aftur, blöðin eru full af greinum eftir æst áhugafólk um svín, um þetta er kosið í hverjum kosningum. Óvinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni er svínamálaráðherrann. Ég geri ekki ráð fyrir að þið mynduð hafa áhuga á að kynna ykkur þjóðfélagsumræðuna á svona stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Birtist í DV 17. september 2004 Fyrir meira en fimmtán árum var ég í blaðamannaskóla í París. Þetta var alþjóðlegur skóli, nemendurnir voru frá einum tuttugu löndum. Ég var náttúrlega mesti útkjálkamaðurinn, það erum við Íslendingar næstum alltaf. Þetta var fyrir tíma Bjarkar. Ég eyddi drjúgum hluta vetrarins í að útskýra hverjir og hvernig Íslendingar væru, en mætti mestanpart því velviljaða áhugaleysi sem Íslendingar þekkja vel í samskiptum sínum við stærri þjóðir. Svo var skólinn búinn eitt vorið og nemendurnir tvístruðust út um allar jarðir. Ég hugleiddi stutta hríð að setjast að í París og reyna fyrir mér sem blaðamaður á frönsku eða ensku. Ljósmyndari sem ég hitti bauð mér meira að segja að koma með sér til Afganistan þar sem geisaði stórstyrjöld. Ég hugsaði mig aðeins um, en svo brást mér kjarkur og fór bara heim. Síðan hef ég mestanpart verið hér, þótt hún ágerist reyndar hjá mér sú tilfinning að ég eigi ekkert sérstaklega mikið heima hérna. Stundum hef ég fengið fréttir af félögum mínum sem voru með mér í blaðamannaskólanum. Þeir hafa margir hverjir lifað ævintýraríku lífi um víða veröld. Þeir hafa verið fréttamenn í Vietnam, Hong Kong, Kína og inni í svörtustu Afríku. Sumir reyndar bara í London, París eða New York. Ég þarf ekki að taka fram að þetta fólk átti flest tungumál sem er talað út um allar jarðir; stundum er einmanalegt að vera af málsvæði þar sem eru ekki nema 270 þúsund hræður. Einn besti vinur minn í skólanum, tilfinninganæmur Japani, starfar hjá blaði sem er gefið út í ellefu milljón eintökum á hverjum degi. Sjálfur vann ég nokkuð lengi á Alþýðublaðinu. Þar voru 600 áskrifendur, en þegar var farið að rýna í áskrifendaskrána kom í ljós að þriðjungur þeirra var dáinn. Eftir þetta hef ég stundum fundið sárlega til þess hversu mikil prísund íslenskan er - sama hvað menn tala mikið um hvað þetta sé merkileg og sögufrægt tungumál. Það er ekkert grín að geta ekki gert sig skiljanlegan á móðurmáli sínu nema við svona takmarkaðan fjölda. Það er ansi mikil innilokun. Vilji maður starfa við fag eins og mitt, blaða- og fréttamennsku, á maður um tvennt að velja: Maður getur lagt á sig erfiði við að læra erlent tungumál svo vel að maður eigi möguleika á að starfa úti í heimi eða maður getur reynt að sætta sig við íslenskuna og allar takmarkanirnar sem eru á fjölmiðlun hérna: fámennið, þröngsýnt staglið, furðulega lítinn áhuga á því sem gerist úti í hinum stóra heimi, þessi hrikalega lélegu laun, útbruna um miðjan aldur, fiskveiðiþvargið. Svo getur maður auðvitað hætt og farið að gera eitthvað allt annað þar sem tungumálið skiptir ekki svona miklu málið. Fæstir ná þó að verða læknar, kjarneðlisfræðingar eða tónlistarmenn eftir miðjan aldur. Það er líklegra að maður dagi uppi. Það er iðulega talað um íslenskuna sem mikið afrek í sjálfu sér, dýrmætasta fjársjóð þjóðarinnar, fjöreggið. Ég veit ekki, kannski eru öll tungumál afrek, svona þannig séð. Sjálfum finnst mér voða erfitt að vera stoltur af tungumáli; þetta er nokkuð sem við völdum ekki sjálf, það er frekar eitthvað sem valdi okkur, vöggugjöf sem við sitjum uppi með og getum ekki skipt úti í búð. Stundum fer afskaplega mikið í taugarnar á mér hversu illa íslenskan tekur við erlendum orðum; það er eins og hún skyrpi þeim út úr sér. Menn eru líka sífellt á vaktinni við að búa til alls kyns íslensk orðskrípi sem eiga að vera þýðingar á erlendum hugtökum. En það gæti svo sem verið verra, ég geri mér grein fyrir því. Annar móðurbróðir minn þýddi Nýja Testamentið á afríkumál þar sem var ekki einu sinni til orð yfir múrvegg; á slíku tungumáli er mjög erfitt að skýra út fyrirbæri eins og musterið í Jerúsalem - sem þó er ævafornt. Svoleiðis tungumál sníður þeim sem það nota býsna þröngan stakk. Stundum tala menn líka um mikilvægi þess að halda lífinu í tungumálum sem eru að deyja út. Við þetta starfa alþjóðlegar nefndir - gott ef okkar ágæti fyrrverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, tekur ekki þátt í slíku starfi. Eitt af þessum tungumálum er írskan. Eftir að hafa dvalið talsvert á Írlandi þegar ég var ungur maður held ég að það sé glataður málstaður, tilgangslaus og þjóðrembulegur. En það mætti jafnvel hugsa sér að ganga enn lengra. Miklu eldra mál á Bretlandseyjum er péttneska sem töluð var í Skotlandi til forna. Það er reyndar fjarska lítið varðveitt af henni, helst, skilst mér, nokkur orð sem þýða næla. En ef menn vilja endurvekja péttneskuna, mætti semsagt hafa á henni býsna líflegan umræðuþátt um nælur. Hér á landi eigum við nóg af orðum um snjó - þó hann sé reyndar að hverfa - og líka gnægð orða til að geta tekist harkalega á í umræðum um fiskveiðar - hversu áhugavert sem mönnum finnst það. Ímyndið ykkur 280 þúsund manna þjóð, ekki svo ólíka Íslendingum, sem lifir á svínarækt. Þriðja hver frétt í fjölmiðlunum fjallar um svínaræktina, en í marga áratugi hafa geisað harðar deilur í samfélaginu um hvaða kerfi sé best til að stjórna svínabúskapnum. Vegna sérstöðu svínanna á þjóðin ekki samleið með öðrum ríkjum í alþjóðlegu samstarfi. Deilurnar blossa upp aftur og aftur, blöðin eru full af greinum eftir æst áhugafólk um svín, um þetta er kosið í hverjum kosningum. Óvinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni er svínamálaráðherrann. Ég geri ekki ráð fyrir að þið mynduð hafa áhuga á að kynna ykkur þjóðfélagsumræðuna á svona stað.