Erlent

Nóbelsverðlaun fyrir fyndni

Ig-nóbelsverðlaunin voru afhent í fjórtánda skiptið síðastliðinn föstudag. Þessi nóbelsverðlaun eru veitt fyrir rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum sem tekst fyrir það fyrsta að fá fólk til að hlæja, og síðan til að hugsa. Sem dæmi um verðlaunahafa má nefna að verðlaunin á sviði læknisfræði féllu í skaut bandarískra vísindamanna við háskóla í Michigan og Alabama sem tókst að sýna fram á að sjálfsmorðstíðni eykst í hlutfalli við fjölda útvarpsstöðva sem eingöngu spila kántrítónlist. Friðarverðlaunin féllu í hlut Daisuke Inoue frá Japan fyrir að hafa fundið upp „karókí“ og þar með kennt fólki að umbera hvert annað. Og líffræðiverðlaunin í ár féllu meðal annars í hlut frænda okkar Dana sem gerðu þá merku uppgötvun á árinu að síldin prumpar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×