Kappræður Cheneys og Edwards 5. október 2004 00:01 Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira