Erlent

Lokakappræður Kerry og Bush

Lokakappræður forsetaframbjóðendanna George Bush og Johns Kerrys verða háðar í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Innanríkismál eiga að vera í brennidepli. Þetta verða þriðju og jafnframt síðustu kappræður þeirra fyrir kosningarnar og vilja sumir sérfræðingar meina að þær muni ekki skipta meginmáli í baráttunni. Áhugi á kosningunum er hins vegar óvenjulega mikill og geta því lítil atriði skipt máli þegar kosið verður 2. nóvember. Nýjustu kannanir hafa sýnt að fylgi þeirra Bush og Kerrys sé nokkuð jafnt á landsvísu en það munar allt að þremur prósentum á þeim í sumum könnunum og hefur Bush þar vinninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×