Barist um hvert atkvæði 15. október 2004 00:01 Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira