Menning

Ein efnilegasta poppsveit Breta

Hljómsveitin var stofnuð árið 1997 af fjórum skólafélögum í bænum Battle í East Sussex á Englandi. Þrem árum síðar yfirgaf gítarleikarinn bandið og í kjölfarið ákváðu þeir Tom Chaplin (söngvari), Richard Hughes (trommuleikari) og Tim Rice-Oxley (píanó- og bassaleikari) að halda áfram sem tríó og þróa hinn melódíska hljóm sveitarinnar án gítars. Fyrsta smáskífa Keane, Call Me What You Like, kom út 2000 og Wolf at the Door kom út ári síðar. Vöktu þær athygli hljómplöturisans Island Records sem gerði við hana útgáfusamning. Í maí á þessu ári kom síðan út frumburður sveitarinnar, Hopes and Fears sem hefur slegið í gegn víðs vegar um Evrópu, þar á meðal hér á landi, með lögum á borð við Everybody´s Changing og Somewhere Only We Know.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×