Kjörmennirnir í kjöraðstöðu 27. október 2004 00:01 Kosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar verða á þriðjudaginn eru í rauninni ekki forsetakosningar. Í stað þess kýs almenningur kjörmenn sem síðan kjósa forsetann í desember næstkomandi. Kynlegt kerfi Kjörmannakerfið bandaríska er athyglisvert fyrirbæri. Það er afsprengi þeirra hugmynda um lýðræði sem ríktu í Evrópu á 18. öld og var ætlað að vera málamiðlun milli þess að láta almenning velja forseta og að þingið veldi hann. Þetta kerfi tryggir að fjölmenn en afmörkuð svæði í Bandaríkjunum geti ekki komið sínum frambjóðanda að í trássi við afganginn af þjóðinni enda er landið bandalag ríkja sem öll njóta talsverðra réttinda og sjálfstæðis. Kjörmennirnir eru 538 talsins og því þarf frambjóðandi að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 270 kjörmanna til að geta borið sigur úr býtum. Fjöldi kjörmanna fer eftir þingmannafjölda hvers ríkis. Hvert þeirra hefur tvo öldungardeildarþingmenn, óháð því hversu fjölmenn þau eru. Fjöldi fulltrúardeildarþingmanna er hins vegar í samræmi við íbúafjölda ríkjanna. Kjörmannafjöldinn endurspeglar því að nokkru leyti íbúafjölda alls landsins en þó hafa minni ríkin hlutfallslega aðeins sterkari stöðu en þau stærri vegna öldungardeildarþingmanna sinna. Þannig hefur Alaska þrjá kjörmenn en Kalifornía hefur 54 kjörmenn. Mörgum finnst skjóta skökku við að kjörmönnum er ekki úthlutað í samræmi við atkvæðatölur heldur fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í ríkinu alla kjörmenn þess. Þessi regla gildir þó ekki í Nebraska og Maine þar sem að hlutfallskosning ræður. Íbúar Colorado-ríkis kjósa á þriðjudaginn um hvort taka eigi upp hlutfallskosningu og verði það samþykkt tekur breytingin strax gildi og eflaust fara margvísleg málaferli sömuleiðis í gang. Sú staða getur komið upp að tveir frambjóðendur hljóti jafnmarga kjörmenn. Ef það gerist á fulltrúadeild þingsins að velja forsetann. John Quincy Adams var kosinn á þennan hátt árið 1825. Sigurvegari með minnihluta atkvæða Í þessu kerfi getur það hent að frambjóðandi sem fær fleiri atkvæði á landsvísu fær færri kjörmenn en mótframbjóðandi sinn. Þetta kemur fyrir þegar annar frambjóðandinn vinnur sín ríki með naumum mun en hinn rótburstar kosningarnar í hinum ríkjunum. Ef kjörmenn eru margir í þeim ríkjum þar sem tæpt stóð þá verður fyrrnefndi frambjóðandinn forseti enda þótt hann hafi ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þetta gerðist síðast fyrir fjórum árum þegar George W. Bush sigraði Al Gore þrátt fyrir að Gore hefði fengið hálfri milljón fleiri atkvæði. Ekki er samt kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Kjörmennirnir eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda og því hefur komið fyrir að einstaka kjörmenn hafi greitt öðrum frambjóðanda atkvæði sitt en þeir voru kjörnir til að styðja. Þetta hefur aldrei skipt neinu máli en þýðir þó að úrslitin ráðast ekki fyrr en atkvæðagreiðslu kjörmannanna er lokið. Þungamiðja baráttunnar Í flestum ríkja Bandaríkjanna er almennt talið að úrslit séu fyrirfram ráðin þar sem annar hvor frambjóðandinn fær alla kjörmennina. Því skiptir engu máli hvort hinn fær tuttugu, þrjátíu eða fjörtíu prósent atkvæða í ríkjunum sem hann tapar. Í nokkrum ríkjum er baráttan hins vegar mjög hörð og á þau leggja flokkarnir höfuðáherslu. Þar sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á víxl í þessum í ríkjum eru þau kölluð sveifluríki, eða "swing states". Úrslit kosninganna munu ráðast í þeim. Kosningakerfið bandaríska er því kynlegur kvistur og ekki eru allir á einu máli um ágæti þess. Síðustu 200 árin hafa 700 breytingatillögur við það verið lagðar fram og skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 75% þjóðarinnar eru því andvíg. Þrátt fyrir það er kerfið enn við lýði og verður það eflaust um ókomna tíð. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar verða á þriðjudaginn eru í rauninni ekki forsetakosningar. Í stað þess kýs almenningur kjörmenn sem síðan kjósa forsetann í desember næstkomandi. Kynlegt kerfi Kjörmannakerfið bandaríska er athyglisvert fyrirbæri. Það er afsprengi þeirra hugmynda um lýðræði sem ríktu í Evrópu á 18. öld og var ætlað að vera málamiðlun milli þess að láta almenning velja forseta og að þingið veldi hann. Þetta kerfi tryggir að fjölmenn en afmörkuð svæði í Bandaríkjunum geti ekki komið sínum frambjóðanda að í trássi við afganginn af þjóðinni enda er landið bandalag ríkja sem öll njóta talsverðra réttinda og sjálfstæðis. Kjörmennirnir eru 538 talsins og því þarf frambjóðandi að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 270 kjörmanna til að geta borið sigur úr býtum. Fjöldi kjörmanna fer eftir þingmannafjölda hvers ríkis. Hvert þeirra hefur tvo öldungardeildarþingmenn, óháð því hversu fjölmenn þau eru. Fjöldi fulltrúardeildarþingmanna er hins vegar í samræmi við íbúafjölda ríkjanna. Kjörmannafjöldinn endurspeglar því að nokkru leyti íbúafjölda alls landsins en þó hafa minni ríkin hlutfallslega aðeins sterkari stöðu en þau stærri vegna öldungardeildarþingmanna sinna. Þannig hefur Alaska þrjá kjörmenn en Kalifornía hefur 54 kjörmenn. Mörgum finnst skjóta skökku við að kjörmönnum er ekki úthlutað í samræmi við atkvæðatölur heldur fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í ríkinu alla kjörmenn þess. Þessi regla gildir þó ekki í Nebraska og Maine þar sem að hlutfallskosning ræður. Íbúar Colorado-ríkis kjósa á þriðjudaginn um hvort taka eigi upp hlutfallskosningu og verði það samþykkt tekur breytingin strax gildi og eflaust fara margvísleg málaferli sömuleiðis í gang. Sú staða getur komið upp að tveir frambjóðendur hljóti jafnmarga kjörmenn. Ef það gerist á fulltrúadeild þingsins að velja forsetann. John Quincy Adams var kosinn á þennan hátt árið 1825. Sigurvegari með minnihluta atkvæða Í þessu kerfi getur það hent að frambjóðandi sem fær fleiri atkvæði á landsvísu fær færri kjörmenn en mótframbjóðandi sinn. Þetta kemur fyrir þegar annar frambjóðandinn vinnur sín ríki með naumum mun en hinn rótburstar kosningarnar í hinum ríkjunum. Ef kjörmenn eru margir í þeim ríkjum þar sem tæpt stóð þá verður fyrrnefndi frambjóðandinn forseti enda þótt hann hafi ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þetta gerðist síðast fyrir fjórum árum þegar George W. Bush sigraði Al Gore þrátt fyrir að Gore hefði fengið hálfri milljón fleiri atkvæði. Ekki er samt kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Kjörmennirnir eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda og því hefur komið fyrir að einstaka kjörmenn hafi greitt öðrum frambjóðanda atkvæði sitt en þeir voru kjörnir til að styðja. Þetta hefur aldrei skipt neinu máli en þýðir þó að úrslitin ráðast ekki fyrr en atkvæðagreiðslu kjörmannanna er lokið. Þungamiðja baráttunnar Í flestum ríkja Bandaríkjanna er almennt talið að úrslit séu fyrirfram ráðin þar sem annar hvor frambjóðandinn fær alla kjörmennina. Því skiptir engu máli hvort hinn fær tuttugu, þrjátíu eða fjörtíu prósent atkvæða í ríkjunum sem hann tapar. Í nokkrum ríkjum er baráttan hins vegar mjög hörð og á þau leggja flokkarnir höfuðáherslu. Þar sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á víxl í þessum í ríkjum eru þau kölluð sveifluríki, eða "swing states". Úrslit kosninganna munu ráðast í þeim. Kosningakerfið bandaríska er því kynlegur kvistur og ekki eru allir á einu máli um ágæti þess. Síðustu 200 árin hafa 700 breytingatillögur við það verið lagðar fram og skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 75% þjóðarinnar eru því andvíg. Þrátt fyrir það er kerfið enn við lýði og verður það eflaust um ókomna tíð.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira