Erlent

Draga misjafnan lærdóm af sögunni

George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry vitnuðu til starfa fyrrverandi forseta úr röðum demókrata og komust að sömu niðurstöðu, að andstæðingur sinn stæðist engan veginn samanburð við þá. Bush sagði Kerry hafa brugðist þeirri góðu hefð demókrata að sýna festu þegar þeir stæðu frammi fyrir hættuástandi. Franklin D. Roosevelt og John Kennedy hefðu ekki brugðist á tímum síðari heimsstyrjaldar og Kúbudeilunnar en það virtist Kerry ætla að gera. Kerry vísaði til sömu forseta og sagði Bush hafa mistekist við það sem þeim hefði verið lagið, að byggja upp öflug bandalög til að bregðast sameiginlega við hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×