Erlent

58 þúsund atkvæði týnd?

Fimmtíu og átta þúsund utankjörfundartkvæða í Flórída er saknað. Af 60 þúsund greiddum atkvæðum hafa aðeins tvö þúsund skilað sér og segja yfirmenn póstsins í Flórída að það sé hreinlega útilokað að heil 58 þúsund atkvæði hafi týnst og því virðist sem eitthvað gruggugt sé á seyði. Nú þegar hefur því verið opnað fyrir þann möguleika að allt fari í bál og brand í Flórída, eins og árið 2000, þó að enn hafi eiginlegar kosningar ekki átt sér stað. Báðir flokkar hafa í sínum herbúðum her lögfræðinga og því ljóst að ef mjótt verður á mununum í kosningunum verður minnsti efi um að allt hafi farið rétt fram notaður sem átylla til lögsókna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×