Kerry stendur betur í lykilríkjum 28. október 2004 00:01 John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira