Föstudagsbleikjur með pestó 28. október 2004 00:01 Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið
Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati.
Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið