Enn eitt klúðrið skekur Flórída 28. október 2004 00:01 Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira