Halliburton aftur í kastljósið 29. október 2004 00:01 Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira