Erlent

Cherie Blair á móti Bush?

Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa á Kúbu. Þá segir íslandsvinurinn einnig að refsilöggjöf Bandaríkjamanna sé löngu úr sér gengin og stefna Bush í þeim málum sé oft á tíðum vafasöm í meira lagi. Yfirvöld í Washngton eru víst ekki par ánægð með yfirlýsingagleði Blairs, enda aðeins fáeinir dagar í kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×