Mikilvægustu kosningar sögunnar 2. nóvember 2004 00:01 Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira